Hello Kitty mót 2015
Sunnudaginn 18. janúar fór fram Hello Kitty mót fimleikadeildar Gróttu. Mótið var vel heppnað, en alls kepptu 175 stúlkur frá sex félögum í 5., 6. og 7. þrepi Fimleikastigans. Allir keppendurnir stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar, en margir þeirra voru að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti.
Viktor Smári - Björn Axel - Guðmundur Marteinn
Framherjinn Viktor Smári Segatta er genginn til liðs við Gróttumenn. Viktor er 22 ára gamall, uppalinn FH-ingur, en hefur síðustu ár leikið með Haukum og ÍR. Hann hefur verið til reynslu hjá Gróttu síðustu vikur og spilað vel í sigurleikjum á Aftureldingu og Víkingi Ó í Fótbolta.net mótinu. Þá er Björn Axel Guðjónsson kominn aftur heim á Nesið eftir þriggja ára dvöl hjá ÍBV og Njarðvík en hann skoraði grimmt með Suðurnesjamönnum síðasta sumar. Loks ber að nefna að fyrirliðinn Guðmundur Marteinn Hannesson hefur skrifað undir nýjan samning við Gróttu en hann á að baki 129 leiki fyrir meistaraflokk.
|
Stefán Huldar til GróttuStefán Huldar Stefánsson fyrrum leikmaður ÍH gerði lánssamning við Gróttu út þetta tímabil. Stefán vakti mikla athygli á dögunum þegar hann var með um 30 varða bolta gegn liði Gróttu í 1.deild karla.
|
ÍR - Grótta Olísdeild kvennaÁ laugardaginn n.k fer fram leikur ÍR og Gróttu í Olísdeild kvenna. Grótta situr sem fyrr á toppi deildarinnar með 27 stig eftir 15 umferðir á meðan lið ÍR vermir botnsætið með 1 stig.
|