Grótta - Víkingur 1.deild karla
Annað kvöld fer fram einn af stærri leikjum mfl.kk í Gróttu í deildinni þegar Víkingar koma í heimsókn. Grótta situr eitt á topp deildarinnar með fullt hús stiga meðan Víkingur er í öðru sæti og hafa einungis tapað einum leik og var það á móti Gróttu í fyrri umferð.
Við þurfum á öllu okkar fólki að halda annað kvöld til að styðja við bakið á drengjunum og hvetjum við fólk til að taka fjölskylduna með í hið sívinsæla Gróttu grill fyrirl eik.
1.deild karla
Grótta-Víkingur
þriðjudaginn 9.des kl.19:30
Hertz - Höllin.
Við þurfum á öllu okkar fólki að halda annað kvöld til að styðja við bakið á drengjunum og hvetjum við fólk til að taka fjölskylduna með í hið sívinsæla Gróttu grill fyrirl eik.
1.deild karla
Grótta-Víkingur
þriðjudaginn 9.des kl.19:30
Hertz - Höllin.
Áfram Grótta!
Þorgeir og Hjalti valdir í u-19 ára landslið
Nú á dögunum voru þeir Þorgeir Bjarki Davíðsson og Hjalti Már Hjaltason valdir í u-19 ára landslið karla.
|
Jólasýning fimleikadeildarinnar
Jólasýning fimleikadeildar Gróttur, Ofurhetjur bjarga jólunum, verður sunnudaginn 30. nóvember. Sýningarnar verða fjórar að þessu sinni.
Byrjendasýningar fyrir A hópa verða kl. 9 og 10.30. Miðaverð á þær sýningar er 750 kr. Aðalsýningar verður kl. 15 og 17 og er miðaverð á þær sýningar er 1.500 kr. en sá miði gildir á bæði byrjenda- og aðalsýningu. Hægt er að nálgast miða á laugardag og sunnudag hér í íþróttahúsinu. |
Selfoss - Grótta 1.deild karla
Eftir súrt bikartap gegn ÍR-ingum s.l. mánudag eiga strákarnir erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Selfyssingum í Vallaskóla á föstudagskvöldið. Eins og fyrr er Grótta taplaust í deildinni og má búast við hörkuleik en lið Selfoss er í fimmta sæti í 1. deild karla.
Leikurinn hefst kl.20:00 og fer hann fram eins og fyrr segir í Vallaskóla á Selfossi, við hvetjum allt Gróttufólk til að fjölmenna og hvetja strákanna áfram. Áfram Grótta! |