
Kristján Ómar Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Gróttu í knattspyrnu. Kristján á að baki 264 meistaraflokksleiki með Haukum og Þrótti, þar á meðal 64 leiki í efstu deild. Kristján er með UEFA-A þjálfaragráðu og er einnig rómaður einka- og styrktarþjálfari. Kristján hefur haldið fjölda fyrirlestra á síðustu árum, þar á meðal á þjálfaranámskeiðum KSÍ, um hugarþjálfun og lífsstíl í íþróttum. Fréttastofa Gróttusport heyrði hljóðið í Kristjáni í gærkvöldi sem kveðst spenntur fyrir nýja starfinu.