Viktor Smári - Björn Axel - Guðmundur Marteinn
Framherjinn Viktor Smári Segatta er genginn til liðs við Gróttumenn. Viktor er 22 ára gamall, uppalinn FH-ingur, en hefur síðustu ár leikið með Haukum og ÍR. Hann hefur verið til reynslu hjá Gróttu síðustu vikur og spilað vel í sigurleikjum á Aftureldingu og Víkingi Ó í Fótbolta.net mótinu. Þá er Björn Axel Guðjónsson kominn aftur heim á Nesið eftir þriggja ára dvöl hjá ÍBV og Njarðvík en hann skoraði grimmt með Suðurnesjamönnum síðasta sumar. Loks ber að nefna að fyrirliðinn Guðmundur Marteinn Hannesson hefur skrifað undir nýjan samning við Gróttu en hann á að baki 129 leiki fyrir meistaraflokk.
|
Gróttuvöllur verður Vivaldivöllurinn
Fyrr í dag skrifaði knattspyrnudeild Gróttu undir þriggja ára samstarfssamning við hugbúnaðarfyrirtækið Vivaldi technologies í vallarhúsinu við Gróttuvöll. Með samningnum er Vivaldi orðinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar og mun Gróttuvöllur framvegis heita Vivaldi-völlurinn. Það er Seltirningurinn og frumkvöðullin Jón von Tetzchner sem er eigandi Vivaldi og var hann mættur í dag til að skrifa undir samninginn. Þetta er ekki fyrsta verkefni Jóns hér á Nesinu en árið 2013 opnaði hann frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi þar sem 18 sprotafyrirtæki er nú með starfsemi.
|
Afrekshópur knattspyrnudeildar tekur til starfa
Á næstu dögum mun afrekshópur knattspyrnudeildar Gróttu taka til starfa en þann hóp munu skipa efnilegir leikmenn úr röðum 2., 3. og 4. flokks karla og kvenna. Á næstu dögum verður tilkynnt hverjir munu eiga sæti í hópnum sem nýráðinn afreksþjálfari knattspyrnudeildar, Bjarki Már Ólafsson, mun stjórna. Leikmannalisti hópsins verður endurskoðaður á tveggja mánaða fresti og því eiga þeir sem ekki eru valdir í fyrstu atrennu möguleika á að koma inn síðar.
|
Guðmundur Marteinn tilnefndur til Íþróttamanns Gróttu 2014
Guðmundur Marteinn Hannesson er tilnefndur til íþróttamanns Gróttu 2014 af knattspyrnudeild. Gummi gekk til liðs við Gróttu árið 2008 og var þetta hans 6. tímabil með liðinu. Guðmundur hefur verið fyrirliði Gróttu frá árinu 2011 og á nú að baki 131 leik fyrir félagið. Guðmundur leggur ávallt hjarta sitt og sál og hverja æfingu og hvern leik. Hann er drengur góður og mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Guðmundur er fastur fyrir, sterkur maður á mann og frábær
|
Fleiri greinar...
- Kristján Ómar ráðinn aðstoðarjálfari
- Gróttublaðið komið út í fjórða sinn
- Gunnar Guðmundsson tekur við Gróttu
- Glæsileg uppskeruhátíð