Elín Jóna, Tinna og Helga Guðrún valdar í úrtaksæfingar HSÍ

Elín JónaÞær Tinna Valgerður Gísladóttir og Helga Guðrún Sigurðardóttir hafa verið valdar í úrtakshóp u-15 ára landsliðs kvenna þær munu æfa helgina 20-21 desember. 

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur einnig verið valin í u-19 ára landslið kvenna sem mun æfa milli jóla og nýárs.

Við óskum stúlkunum til hamingju með valið!

Afreksæfingar

3.flokkur kvenna silfurHandknattleiksdeild Gróttu ætlar að bjóða iðkendum í 2.-4.fl. karla og kvenna upp á afreksæfingar í handknattleik í  vetur. Áhersla er fyrst og fremst lögð til að bæta tæknilega getu iðkenda, þessi aldurshópur er byrjaður að sérhæfa sig á ákveðnum stöðum vallarins og teljum við þetta mjög nytsamlegt fyrir þá leikmenn sem vilja ná lengra. Mikil áhersla verður lögð á ákveðna þætti sem verða síendurteknir, skilyrði til tækniþjálfunar hjá félaginu eru afar góð og svigrúm til framfara er mikið.

Nánar...

Sex Gróttu stelpur í U-17 ára landsliði kvenna

Lovsa gegn Stjornunni 1Nú á dögunum var valinn æfingahópur u-17 ára landsliðs kvenna. Grótta á þar sex fulltrúa. Þær eru Andrea Agla Ingvarsdóttir, Lovísa Thompson, Anna Katrín Stefánsdóttir, Elín Helga Lárusdóttir, Guðfinna Kristín Björnsdóttir og Selma Þóra Jóhannsdóttir.

Nánar...

Frítt á æfingar í tvær vikur í september

IMG 1071-1Grótta mun bjóða áhugasömum krökkum að mæta frítt á æfingar hjá félaginu næstu tvær vikurnar.

Í Gróttu er unnið metnaðarfullt starf fyrir alla aldurshópa og fær hver og einn iðkandi æfingar við sitt hæfi. Í gegnum árin hefur verið góð sókn í iðkendafjölda og viljum við halda þeirri vinnu áfram með þessu framtaki. Við vonum að við sjáum sem flesta næstu tvær vikurnar.

Nánar...

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Grótta - KR 1. deild karla (Fös, 20. feb)
  • Fram - Grótta Olís deild kvenna (Lau, 21. feb)
  • Grótta - Selfoss Olís deild kvenna (Mið, 04. mar)
  • Grótta - FH Olís deild kvenna (Lau, 07. mar)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir