Elín Jóna, Tinna og Helga Guðrún valdar í úrtaksæfingar HSÍ Þær Tinna Valgerður Gísladóttir og Helga Guðrún Sigurðardóttir hafa verið valdar í úrtakshóp u-15 ára landsliðs kvenna þær munu æfa helgina 20-21 desember. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur einnig verið valin í u-19 ára landslið kvenna sem mun æfa milli jóla og nýárs. Við óskum stúlkunum til hamingju með valið! |
|||
|





















Þær Tinna Valgerður Gísladóttir og Helga Guðrún Sigurðardóttir hafa verið valdar í úrtakshóp u-15 ára landsliðs kvenna þær munu æfa helgina 20-21 desember.
Handknattleiksdeild Gróttu ætlar að bjóða iðkendum í 2.-4.fl. karla og kvenna upp á afreksæfingar í handknattleik í vetur. Áhersla er fyrst og fremst lögð til að bæta tæknilega getu iðkenda, þessi aldurshópur er byrjaður að sérhæfa sig á ákveðnum stöðum vallarins og teljum við þetta mjög nytsamlegt fyrir þá leikmenn sem vilja ná lengra. Mikil áhersla verður lögð á ákveðna þætti sem verða síendurteknir, skilyrði til tækniþjálfunar hjá félaginu eru afar góð og svigrúm til framfara er mikið.
Nú á dögunum var valinn æfingahópur u-17 ára landsliðs kvenna. Grótta á þar sex fulltrúa. Þær eru Andrea Agla Ingvarsdóttir, Lovísa Thompson, Anna Katrín Stefánsdóttir, Elín Helga Lárusdóttir, Guðfinna Kristín Björnsdóttir og Selma Þóra Jóhannsdóttir.
Grótta mun bjóða áhugasömum krökkum að mæta frítt á æfingar hjá félaginu næstu tvær vikurnar.
