Grótta - Stjarnan laugardag
Laugardaginn 24. janúar mun Grótta taka á móti Stjörnunni í öðrum leik þeirra í Olísdeildinni. Leikurinn hefst kl. 13:30 hér í Herzt höllinni á Seltjarnarnesi. Grillið verður tendrað fyrir leik og hvetjum við Seltirninga til að mæta og styðja Gróttu.
Viðtal: Lovísa Thompson
Lovísa Thompson hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn af lykilleikmönnum mfl.kvenna í vetur og einnig er hún mikilvægur hlekkur í u-17 ára landsliði kvenna, hér að neðan má sjá skemmtilegt viðtal við eina af efnilegri handknattleikskonum landsins Lovísu Thompson.
|
Þrjár frá Gróttu í u-17 ára landslið kvenna
Þær Elín Helga Lárusdóttir, Selma Jóhannsdóttir og Lovísa Thompson hafa verið valdar í æfingarhóp u-17 ára landsliðs kvenna sem mun keppa fyrir Íslands hönd í undankeppni EM sem haldin verður í færeyjum 13.-15. mars.
Grótta óskar þessum ungu og efnilegu handboltastelpum til hamingju með valið! |
HK - Grótta Olísdeild kvenna
Á morgun fer fram leikur HK og Gróttu í Olís deild kvenna, Grótta situr í næst efsta sæti með 20 stig eftir 11 umferðir á meðan HK er í 9 sæti með 8 stig. Við hvetjum allt Gróttu fólk til þess að mæta og styðja stelpurnar í baráttunni um toppsætin í deildinni.
Olísdeild kvenna HK-Grótta Laugardagur 17.jan kl.14:00 Digranes |