
Aron Lee Du Teitsson er tilnefndur til íþróttamanns Gróttu 2014 af kraftlyftingadeild. Aron sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar sl. í 93 kg flokki þegar hann lyfti 215 kg. Hann er núverandi Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum (kraftlyftingum án búnaðar) en hann sigraði á Íslandsmótinu sem fram fór í febrúar sl. Þar setti hann Íslandsmet í bekkpressu (175 kg), réttstöðulyftu (287,5 kg) og í samanlögðu (692,5 kg). Hann sigraði einnig í sínum flokki á Íslandsmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í mars sl.