Grótta - Mílan á fimmtudag.
Nú er tímabilið hálfnað og leikir að hefjast aftur eftir gott jólafrí. Fyrir tímabilið var okkur ekki spáð þeim árangri sem við ætluðum okkur að ná. En með baráttu, leikgleði, sjálfstrausti og síðast en ekki síst dyggum stuðningi áhorfenda erum við á þeim stað í deildinni sem við viljum vera.
Þorrablót Gróttu 2015
Þorrablót Gróttu 2015 verður haldið laugardaginn 31. janúar í félagsheimili Seltjarnarness og kostar miðinn 8.000 kr. Miðasala á Þorrablótið fer fram á skrifstofu Gróttu fimmtudaginn 15. janúar og hefst hún klukkan níu um morguninn. við mælumst til þess að hópar sendi einn aðila sem greiðir fyrir alla miðana í einu lagi. Raðað verður á borð eftir því hvenær greitt er og því mikilvægt að byrja að smala strax.
|
ÍBV - Grótta Olís deild kvenna
Á morgun hefst Olís deild kvenna á ný eftir langa pásu. Grótta mætir sterku liði ÍBV út í eyjum og má búast við hörkuleik. Grótta situr sem fyrr í 2.sæti deildarinn með 18 stig en ÍBV er í því fjórða með 16 stig.
Olís deild kvenna ÍBV - Grótta Laugardaginn 10. janúar kl.16:15 Vestmannaeyjar |
Fanney og Nanna íþróttamenn Gróttu og æskunnar 2014
Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2014 og Nanna Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar. Einnig voru veitt starfsmerki félagsins og þeim sem leikið hafa fyrir hönd Íslands í fyrsta skipti voru einnig veittar viðurkenningar. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri var svo gerð að heiðursfélaga Gróttu
|