Laufey og Nanna sigruðu á RIG.
Laugardaginn 24. janúar var keppt í áhaldafimleikum á Reykjavík International Games (RIG) í Laugabóli. Nanna Guðmundsdóttir sigraði í fjölþraut í unglingaflokki og Grethe María Björnsdóttir varð í 3. sæti. Laufey Birna Jóhannsdóttir sigraði í fjölþraut í stúlknaflokki og Sunna Kristín Gísladóttir varð í 2. sæti.
Átta Gróttustúlkur í úrvalshópum FSÍ.
Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum hafa valið úrvalshópa FSÍ fyrir árið 2015. Fimleikadeild Gróttu á átta stúlkur í úrvalshópunum: Selmu, Grethe, Nönnu, Fjólu Guðrúnu, Katrínu, Laufeyju, Sóleyju og Sunnu Kristínu. Úrvalshópar taka þátt í sameiginlegum æfingum og æfingabúðum á árinu. Landsliðshópur er valinn fyrir hvert mót úr úrvalshópum kvenna og unglinga.
Hello Kitty mót 2015
Sunnudaginn 18. janúar fór fram Hello Kitty mót fimleikadeildar Gróttu. Mótið var vel heppnað, en alls kepptu 175 stúlkur frá sex félögum í 5., 6. og 7. þrepi Fimleikastigans. Allir keppendurnir stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar, en margir þeirra voru að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti.
Jólasýning fimleikadeildarinnar
Jólasýning fimleikadeildar Gróttur, Ofurhetjur bjarga jólunum, verður sunnudaginn 30. nóvember. Sýningarnar verða fjórar að þessu sinni.
Byrjendasýningar fyrir A hópa verða kl. 9 og 10.30. Miðaverð á þær sýningar er 750 kr. Aðalsýningar verður kl. 15 og 17 og er miðaverð á þær sýningar er 1.500 kr. en sá miði gildir á bæði byrjenda- og aðalsýningu. Hægt er að nálgast miða á laugardag og sunnudag hér í íþróttahúsinu. |
Fleiri greinar...
- Fjölmörg verðlaun til Gróttu á Haustmóti FSÍ
- Grótta sigraði þrefalt í tveimur flokkum á Haustmóti FSÍ.
- Góður árangur á Íslandsbankamóti.