Afrekshópur knattspyrnudeildar tekur til starfa Á næstu dögum mun afrekshópur knattspyrnudeildar Gróttu taka til starfa en þann hóp munu skipa efnilegir leikmenn úr röðum 2., 3. og 4. flokks karla og kvenna. Á næstu dögum verður tilkynnt hverjir munu eiga sæti í hópnum sem nýráðinn afreksþjálfari knattspyrnudeildar, Bjarki Már Ólafsson, mun stjórna. Leikmannalisti hópsins verður endurskoðaður á tveggja mánaða fresti og því eiga þeir sem ekki eru valdir í fyrstu atrennu möguleika á að koma inn síðar.
|
|||
|





















Á næstu dögum mun afrekshópur knattspyrnudeildar Gróttu taka til starfa en þann hóp munu skipa efnilegir leikmenn úr röðum 2., 3. og 4. flokks karla og kvenna. Á næstu dögum verður tilkynnt hverjir munu eiga sæti í hópnum sem nýráðinn afreksþjálfari knattspyrnudeildar, Bjarki Már Ólafsson, mun stjórna. Leikmannalisti hópsins verður endurskoðaður á tveggja mánaða fresti og því eiga þeir sem ekki eru valdir í fyrstu atrennu möguleika á að koma inn síðar.
Sofia Elsie Guðmundsdóttir æfði um helgina með U-16 ára landsliðinu í fótbolta undir stjórn Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfara. 28 stelpur voru boðaðar á æfingarnar en Ásdís Halldórsdóttir, liðsfélagi Soffu í 3. flokki Gróttu/KR var einnig í hópnum. Um síðustu helgi var hinn 18 ára gamli Davíð Fannar Ragnarsson boðaður á æfingar með U-19 ára landsliðinu í Fagralundi. Liðið tók eina æfingu á föstudeginum og lék svo innbyrðis leik á laugardagsmorgni þar sem Davíð spilaði virkilega vel.
