Afrekshópur knattspyrnudeildar tekur til starfa

faeturÁ næstu dögum mun afrekshópur knattspyrnudeildar Gróttu taka til starfa en þann hóp munu skipa efnilegir leikmenn úr röðum 2., 3. og 4. flokks karla og kvenna. Á næstu dögum verður tilkynnt hverjir munu eiga sæti í hópnum sem nýráðinn afreksþjálfari knattspyrnudeildar, Bjarki Már Ólafsson, mun stjórna. Leikmannalisti hópsins verður endurskoðaður á tveggja mánaða fresti og því eiga þeir sem ekki eru valdir í fyrstu atrennu möguleika á að koma inn síðar.

Nánar...

Glæsileg uppskeruhátíð

 

Kristófer ísbjarnarb 2014Þriðjudaginn 30. september fögnuðu iðkendur knattspyrnudeildar góðu knattspyrnusumri á uppskeruhátíð deildarinnar í Félagsheimili Seltjarnarness. Yngstu iðkendurnir fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í fótboltanum en veitt voru einstaklingsverðlaun í eldri flokkum. Kristófer Orri Pétursson hlaut Ísbjarnarbikarinn og þá var Harpa Frímannsdóttir kvödd með blómvendi eftir þriggja ára starf hjá knattspyrnudeildinni. 2. -4. fokkur kvenna tók þátt í uppskeruhátíð KR en Grótta og KR eru með samtarf í þessum flokkum kvenna.

Nánar...

Soffa æfði með U-16 - Davíð með U-19

soffa1Sofia Elsie Guðmundsdóttir æfði um helgina með U-16 ára landsliðinu í fótbolta undir stjórn Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfara. 28 stelpur voru boðaðar á æfingarnar en Ásdís Halldórsdóttir, liðsfélagi Soffu í 3. flokki Gróttu/KR var einnig í hópnum. Um síðustu helgi var hinn 18 ára gamli Davíð Fannar Ragnarsson boðaður á æfingar með U-19 ára landsliðinu í Fagralundi. Liðið tók eina æfingu á föstudeginum og lék svo innbyrðis leik á laugardagsmorgni þar sem Davíð spilaði virkilega vel.

Nánar...

Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar á þriðjudag

uppskeraÁ þriðjudaginn verður góðu knattspyrnutímabili fagnað með uppskeruhátíð yngri flokka. Herlegheitin hefjast kl. 17:30 í Félagsheimili Seltjarnarness og eru iðkendur beðnir um að bera með sér eitthvert smáræði á hlaðborð. Um að gera að mæta með eitthvað hollt í bland við annað góðgæti. Yngstu flokkarnir fá viðurkenningu fyrir þátttöku á tímabilinu en veitt verða einstaklingsverlaun í eldri flokkum. Stelpur í 2.,3. og 4. flokki Gróttu/KR eru boðnar hjartanlega velkomnar þó að uppskeruhátíð þeirra séu lokið.

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Grótta - Valur olís deild kvenna (Lau, 14. feb)
  • Fram - Grótta Olís deild kvenna (Lau, 21. feb)
  • Grótta - Selfoss Olís deild kvenna (Mið, 04. mar)
  • Grótta - FH Olís deild kvenna (Lau, 07. mar)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir