Aron Lee Du Teitsson tilnefndur til Íþróttamanns Gróttu 2014
Aron Lee Du Teitsson er tilnefndur til íþróttamanns Gróttu 2014 af kraftlyftingadeild. Aron sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar sl. í 93 kg flokki þegar hann lyfti 215 kg. Hann er núverandi Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum (kraftlyftingum án búnaðar) en hann sigraði á Íslandsmótinu sem fram fór í febrúar sl. Þar setti hann Íslandsmet í bekkpressu (175 kg), réttstöðulyftu (287,5 kg) og í samanlögðu (692,5 kg). Hann sigraði einnig í sínum flokki á Íslandsmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í mars sl.
Fanney Hauksdóttir tilnefnd til íþróttamanns Gróttu 2014
Fanney Hauksdóttir er tilnefnd til íþróttamanns Gróttu 2014 af kraftlyftingadeild. Fanney sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar sl. (110 kg). Hún keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu í maí sl. þar sem hún varð heimsmeistari í bekkpressu þegar hún lyfti samtals 135 kg. Hún sigraði ekki einungis í sínum flokki (63 kg) heldur stóð hún uppi sem sigurvegari mótsins! Með þessu stórbætti hún Íslandsmetið í bekkpressu. Fanney er nú í 7. sæti á heimslista IPF í 63 kg opnum flokki!
Ragnheiður kraftlyftingakona ársins
Ragnheiður Kr. Sigurardóttir hefur verið valin kraftlyftingakona ársins af Kraftlyftingasambandi Íslands. Ragnheiður, Gróttukona, er stigahæsta kona Íslands í kraftlyftingum á árinu. Hún er Íslandsmeistari í kraftlyftingum og í réttstöðulyftu og Norðurlandameistari í -57 kg flokki. Ragnheiður hefur bætt Íslandsmetin í öllum greinum í sínum flokki.
Íslandsmeistari unglinga í klassískum kraftlyftingum
Matthildur Óskarsdóttir, Gróttu keppti á Íslandsmóti unglinga í klassískum kraftlyftingum sem haldið var á Akureyri 20. september sl. og stóð sig með mikilli prýði. Hún varð Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki með hvorki meira né minna en tólf Íslandsmet.
|
Fleiri greinar...
- Norðurlandameistari í kraftlyftingum
- Fanney varð heimsmeistari
- Arnhilur vann bronsverðlaun í hnébeygju á EM unglinga
- Grótta á 2 fulltúa á EM unglinga í kraftlyftingum