Fréttir
Gróttupæjur á Pæjumóti í Eyjum
|
||
|
- Pétur Steinn með U-17 til Wales í dag
- Líf og fjör hjá 6. flokki karla í fótboltanum
- Jólablað knattspyrnudeildar Gróttu er komið út
- Vetraræfingar knattspyrnudeildar


Í síðustu viku hélt glæsilegur hópur Gróttustelpna á Pæjumót í Vestmannaeyjum. Þetta var í þriðja sinn sem Grótta sendir 5. flokk á mótið og var ferðin ævintýri líkust eins og vanalega. Ásamt því að spila fótbolta var margt skemmtilegt gert í Vestmannaeyjum og þótti stemningin og gleðin í Gróttuhópnum frábær. Valgerður Helga Ísaksdóttir var fulltrúi Gróttu í landsleiknum á föstudagskvöld og gerði stúlkan sér lítið fyrir og skoraði glæsilegt mark og átti stórleik.
Slysin gera ekki boð á undan sér og er knattspyrna þar hvergi undanskilin. Í leik Gróttu og Aftureldingar í febrúar síðastliðnum lenti varnarjaxlinn Sigurður Andri Atlason í hörðu samstuði við sóknarmann Mosfellinga sem endaði uppi á spítala þar sem Sigurður reyndist vera með rifið milta. Eftir að hafa þurft að hvíla í nokkrar vikur er Siggi kominn aftur á fleygiferð í boltanum og segist hvergi banginn þrátt fyrir slysið. Fréttastofa Gróttusport tók þennan 15 ára gamla kappa tali í gær.
Eins og komið hefur fram hér á Gróttusport er Pétur Steinn Þorsteinsson þessa dagana með U-17 ára landsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Wales. Pétur var í byrjunarliðinu á fimmtudaginn þegar Ísland sigraði Færeyjar 2-0 en í gær var leikið við Norður-Írland en þar spilaði okkar maður 30 mínútur í markalausu jafntefli. Síðasti leikurinn er svo á morgun þegar Ísland mætir heimamönnum í Wales og vonumst við að sjálfsögðu til að Pétur verði í eldlínunni.
Um síðustu helgi héldu krakkarnir í 4. flokki karla og kvenna í knattspyrnu suður með sjó í æfingaferð á Vogum í Vatnsleysuströnd. Æft var við góðar aðstæður í íþróttahúsi Voga undir stjórn þeirra Ásgeirs, Dusan og Magga en einnig var slegið upp íþróttamóti á laugardagskvöldi og innanhúsfótboltamóti á sunnudagsmorgni. Sjá myndir hér að neðan.
