Fréttir

Gróttupæjur á Pæjumóti í Eyjum

14junIMG 9663Í síðustu viku hélt glæsilegur hópur Gróttustelpna á Pæjumót í Vestmannaeyjum. Þetta var í þriðja sinn sem Grótta sendir 5. flokk á mótið og var ferðin ævintýri líkust eins og vanalega. Ásamt því að spila fótbolta var margt skemmtilegt gert í Vestmannaeyjum og þótti stemningin og gleðin í Gróttuhópnum frábær. Valgerður Helga Ísaksdóttir var fulltrúi Gróttu í landsleiknum á föstudagskvöld og gerði stúlkan sér lítið fyrir og skoraði glæsilegt mark og átti stórleik.

Nánar...

Vel heppnað námskeið fyrir yngstu markverðina

IMG 8627Síðustu þriðjudaga hefur Magnús Örn Helgason stýrt markmannsæfingum fyrir yngstu markmenn félagsins. Nú þegar hafa farið fram fimm æfingar og er tveimur ólokið en þetta er hluti af því markmiði knattspyrnudeildar að efla markmannsþjálfun. Þegar fréttastofu Gróttusport bar að garði var mikið um að vera þar sem Magnús leiðbeindi 6 ungum markvörðum í margvíslegum æfingum. Krakkarnir æfðu köst og grip og gerðu svo ýmsar æfingar til að skutla sér rétt á boltann.

Nánar...

Lætur ekki rifið milta stoppa sig

sigandriSlysin gera ekki boð á undan sér og er knattspyrna þar hvergi undanskilin. Í leik Gróttu og Aftureldingar í febrúar síðastliðnum lenti varnarjaxlinn Sigurður Andri Atlason í hörðu samstuði við sóknarmann Mosfellinga sem endaði uppi á spítala þar sem Sigurður reyndist vera með rifið milta. Eftir að hafa þurft að hvíla í nokkrar vikur er Siggi kominn aftur á fleygiferð í boltanum og segist hvergi banginn þrátt fyrir slysið. Fréttastofa Gróttusport tók þennan 15 ára gamla kappa tali í gær.

Nánar...

Sigur og jafntefli hjá Pétri og félögum í U-17

landslidpetur2Eins og komið hefur fram hér á Gróttusport er Pétur Steinn Þorsteinsson þessa dagana með U-17 ára landsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Wales. Pétur var í byrjunarliðinu á fimmtudaginn þegar Ísland sigraði Færeyjar 2-0 en í gær var leikið við Norður-Írland en þar spilaði okkar maður 30 mínútur í markalausu jafntefli. Síðasti leikurinn er svo á morgun þegar Ísland mætir heimamönnum í Wales og vonumst við að sjálfsögðu til að Pétur verði í eldlínunni.

Nánar...

Frábær æfingaferð hjá 4. flokki

IMAG0934Um síðustu helgi héldu krakkarnir í 4. flokki karla og kvenna í knattspyrnu suður með sjó í æfingaferð á Vogum í Vatnsleysuströnd. Æft var við góðar aðstæður í íþróttahúsi Voga undir stjórn þeirra Ásgeirs, Dusan og Magga en einnig var slegið upp íþróttamóti á laugardagskvöldi og innanhúsfótboltamóti á sunnudagsmorgni. Sjá myndir hér að neðan.

Nánar...

Fleiri greinar...
  • Pétur Steinn með U-17 til Wales í dag
  • Líf og fjör hjá 6. flokki karla í fótboltanum
  • Jólablað knattspyrnudeildar Gróttu er komið út
  • Vetraræfingar knattspyrnudeildar
  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Grótta - Valur olís deild kvenna (Lau, 14. feb)
  • Fram - Grótta Olís deild kvenna (Lau, 21. feb)
  • Grótta - Selfoss Olís deild kvenna (Mið, 04. mar)
  • Grótta - FH Olís deild kvenna (Lau, 07. mar)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir