
Gróttublaðið - jólarit knattspyrnudeildar kom út þann 12. desember síðastliðinn og var blaðinu dreift í öll hús á Seltjarnarnesi. Blaðið var að koma út fjórða árið í röð en þeir Bjarki Már Ólafsson og Arnar Þór Axelsson þreyttu frumraun sína í ristjórastjólnum. Blaðið er 40 síður og hið glæsilegasta. Þar er meðal annars að finna ferðasögur, heilræði frá landsliðsþjálfara og viðtöl við Gunnar Guðmundsson meistaraflokksþjálfara og þá Axel Friðriksson og Bjarna Torfa Álfþórsson sem segja skemmtilega frá fyrstu árunum í Gróttu.
HÉR má nálgast blaðið á rafrænu formi.