Guðmundur Marteinn tilnefndur til Íþróttamanns Gróttu 2014
Guðmundur Marteinn Hannesson er tilnefndur til íþróttamanns Gróttu 2014 af knattspyrnudeild. Gummi gekk til liðs við Gróttu árið 2008 og var þetta hans 6. tímabil með liðinu. Guðmundur hefur verið fyrirliði Gróttu frá árinu 2011 og á nú að baki 131 leik fyrir félagið. Guðmundur leggur ávallt hjarta sitt og sál og hverja æfingu og hvern leik. Hann er drengur góður og mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Guðmundur er fastur fyrir, sterkur maður á mann og frábær
Kristján Ómar ráðinn aðstoðarjálfari
Kristján Ómar Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Gróttu í knattspyrnu. Kristján á að baki 264 meistaraflokksleiki með Haukum og Þrótti, þar á meðal 64 leiki í efstu deild. Kristján er með UEFA-A þjálfaragráðu og er einnig rómaður einka- og styrktarþjálfari. Kristján hefur haldið fjölda fyrirlestra á síðustu árum, þar á meðal á þjálfaranámskeiðum KSÍ, um hugarþjálfun og lífsstíl í íþróttum. Fréttastofa Gróttusport heyrði hljóðið í Kristjáni í gærkvöldi sem kveðst spenntur fyrir nýja starfinu.
|
Viðtal: Íris Björk SímonardóttirÍris Björk Símonardóttir hefur staðið sig vel fyrri hluta Íslandsmótsins og var m.a. kosinn besti leikmaðurinn af þjálfurum deildarinna við tókum smá tal af Írisi.
|
Gróttublaðið komið út í fjórða sinn
Gróttublaðið - jólarit knattspyrnudeildar kom út þann 12. desember síðastliðinn og var blaðinu dreift í öll hús á Seltjarnarnesi. Blaðið var að koma út fjórða árið í röð en þeir Bjarki Már Ólafsson og Arnar Þór Axelsson þreyttu frumraun sína í ristjórastjólnum. Blaðið er 40 síður og hið glæsilegasta. Þar er meðal annars að finna ferðasögur, heilræði frá landsliðsþjálfara og viðtöl við Gunnar Guðmundsson meistaraflokksþjálfara og þá Axel Friðriksson og Bjarna Torfa Álfþórsson sem segja skemmtilega frá fyrstu árunum í Gróttu. HÉR má nálgast blaðið á rafrænu formi.
|