Áberandi

alt

 Ertu áberandi?

Ef ekki getur þú leitað til okkar í Áberandi. Við bjóðum upp á margvíslega þjónustu í merkingum og kynningalausnum. Hvort sem þig vantar að merkja bíl, vantar ljósaskilti, fræsta stafi, RollUp gardínu, ljósaramma, límmiða, sandblástursmerkingar, gluggamerkingar, öryggismerkingar og svo mætti lengi telja þá getur þú leitað til okkar í Áberandi.

Við kappkostum að veita fjölmörgum viðskiptavinum okkar heildarlausnir þegar kemur að merkingum og umhverfisgrafík. 

Auk þess að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfismerkingum og almennri skiltagerð er Áberandi söluaðili fyrir fyrirtækið DSE, sem er afar sterkt í skiltagerðalausnum, innanhúss sem utan. Áberandi er einnig söluaðili fyrir Zone sem framleiðir m.a. ljósakassa eins og þá sem notaðir eru á veitingastöðum McDonald’s á Íslandi og Billboard-skilti sem eru á bílastæðum stórverslana víðsvegar um Evrópu og hérlendis. 
Áberandi selur mikið af anddyristöflum og vegvísum til notkunar í íbúðarhúsum, fyrirtækjum og stofnunum en þær lausnir vinnum við með fyrirtæki sem kallast DanSign og er gríðarlega öflugt á sínu sviði. Stolt segjum við frá því að hér getum við boðið upp á heildarlausnir þegar kemur að andyristöflum og vegvísum. 
Við framleiðum umferðarmerki fyrir Vegagerðina og sveitafélög. 

Að lokum má nefna að félagið á og rekur svokallaða Auglýsingabíla sem hafa getið sér gott orð hérlendis undanfarin ár fyrir að vera skilvirk leið í boðmiðlun en snertiverðið er með því hagstæðasta sem þekkist hérlendis. 

Vertu áberandi - það er þín besta auglýsing.

left direction
right direction

Flýtileiðir