Íslandsmeistari unglinga í klassískum kraftlyftingum

Matthildur íslandsmeistariMatthildur Óskarsdóttir, Gróttu keppti á Íslandsmóti unglinga í klassískum kraftlyftingum sem haldið var á Akureyri 20. september sl. og stóð sig með mikilli prýði. Hún varð Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki með hvorki meira né minna en tólf Íslandsmet. Hún varð í öðru sæti í heildarkeppninni, aðeins tæpum 7 stigum á eftir sigurvegaranum. Matthildur lyfti 100 kg í hnébeygju, 60 kílóum í bekkpressu og 112,5 kílóum í réttstöðulyftu. Matthildur er aðeins 14 ára gömul og svo sannarlega glæsta kraftlyftingaframtíð fyrir sér

Matthildur íslandsmeistari
left direction
right direction

Flýtileiðir