Gróttupæjur á Pæjumóti í Eyjum - Ferðasaga

15júní IMG 8718_NEWÞað voru eldhressar Gróttupæjur sem stukku um borð í Herjólf síðdegis miðvikudaginn 13. júní. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja á Pæjumót þar sem rúmlega 400 fótboltastelpur í 5. flokki komu saman og spiluðu í 3 heila daga. Grótta sendi A- og B-lið til leiks sem er mikill dugnaður fyrir ekki stærri hóp en nokkur félög slepptu því að skrá A- eða B-lið. Ferðin var mikið ævintýri í frábæru veðri og er stemningin innan Gróttuhópsins umtöluð. Nánari ferðasögu má lesa hér að neðan.

Eins og áður sagði var haldið til Vestmannaeyja seinni partinn á miðvikudeginum og þegar til Eyja var komið keyrði rúta hópinn upp í Hamarsskóla þar sem stelpurnar komu sér fyrir. Nokkrir foreldrar slógu upp tjaldborg á besta stað á tjaldsvæðinu þar sem nestisbirgðir hópsins voru geymdar en tjaldborgin varð nokkurs konar samkomustaður milli leikja.

Fjörið hófst svo fyrir alvöru á fimmtudagsmorgun en bæði lið hófu keppni kl. 08:20 að staðartíma. Anna Björk þjálfari stelpnanna var í miðju inntökuprófi og komst því ekki fyrr en um kvöldið svo þjálfarinn góðkunni Magnús Örn Helgason var mættur á svæðið og hljóp í skarðið fyrir Önnu. B-liðið sigraði HK í fyrsta leik með glæsibrag þar sem Anja setti tvö á meðan A-liðið tapaði 2-0 fyrir Keflavík eftir hetjulega baráttu. Stelpurnar voru ánægðar með sitt framlag en leik liðanna stuttu fyrir mót lauk með 7-0 sigri Keflavíkur.

Bæði lið léku tvo leiki til viðbótar á fimmtudeginum. Fyrri hálfleikur A-liðsins á móti Valsstúlkum, tilvonandi sigurliði mótsins, var stórbrotinn en Gróttustelpurnar fengu fjölmörg færi til að skora á þær rauðklæddu. Valsstelpur sýndu styrk sinn í lokin og höfðu öruggan sigur en frammistaða Gróttu var til fyrirmyndar.

Um kvöldið fór fram hæfileikakeppni í íþróttahúsinu þar sem hvert félag var með söng- /dansatriði. Gróttustelpurnar slógu að sjálfsögðu í gegn með lagi Adele, "Rolling in the deep", en þær Anna Lára, Berta og Heba sungu og allur hópurinn tók þátt í dansi. Eftir keppnina fengu allir ís áður en haldið var upp í skóla og gengið til náða.

Atriði

14júní IMG 8668_NEW

Föstudagurinn var strembinn en A-liðið tapaði 1-0 fyrir bæði HK og Selfossi í feykilega jöfnum leikjum. B-liðið tapaði fyrir Snæfellsnesi og Skallagrím en hvorugt félag var með A-lið í mótinu. Dagurinn endaði þó á jafntefli hjá báðum liðum en leikur A-liðsins við Víking var æsispennandi. Þá komust Víkingsstúlkur 2-0 yfir en Gróttuliðið sýndi gríðarlegan karakter með því að jafna með tveimur mörkum frá Bertu og munaði minnstu að Heba næði að tryggja sigur en hún skaut í slánna rétt fyrir leikslok.

Um kvöldið fór fram landsleikur á Hásteinsvelli þar sem einn fulltrúi úr hverju félagi keppti fyrir annað hvort "landsliðið" eða "pressuliðið". Þjálfarar Gróttu voru valdir til að stýra landsliðinu en þar sem Maggi var farinn í bæinn var Ísak Runólfsson Önnu Björk til aðstoðar á hliðarlínunni. Kristín Helga Jónsdóttir var glæsilegur fulltrúi Gróttu í leiknum en með hana innanborðs og Önnu og Ísak á hliðarlínunni hafði landsliðið 4-2 sigur í spennandi leik. Afar skemmtilegt að fylgjast með svo hæfileikaríkum stúlkum etja kappi en margar þeirra eiga klárlega framtíðina fyrir sér í boltanum.

Laugardagur runninn upp og enn skein sólin glatt. Bæði A- og B-liðin léku við ÍBV um sæti en báðir leikir töpuðust naumlega en öllum ljóst að framfarir Gróttustelpnanna á mótinu voru mjög miklar. Á lokahátíðinni voru veitt ýmis verðlaun og kom það öllum að óvart að Grótta skyldi ekki hljóta titilinn "skemmtilegasta liðið" enda fjörið endalaust hjá Gróttuhópnum. Milli leikja söfnuðust stelpurnar iðulega saman á tjaldstæðinu og oftar en ekki var dansað og sungið svo eftir var tekið. Ekki má heldur gleyma frábærum foreldrahóp sem á heiður skilinn fyrir gott og skemmtilegt starf.

Gróttupæjurnar voru margar orðnar ansi þreyttar þegar heim var komið á laugardagskvöld en með safn af góðum minningum sem munu seint gleymast. Það er fátt skemmtilegra en sumarmótin í fótboltanum, sérstaklega þegar veður er gott og foreldrahópurinn samstilltur. Krakkarnir eru í fótboltanum af lífi og sál og mótin eru ákveðin hápunktur á starfinu. Við hvetjum því alla foreldra til að fylgja börnunum sínum eftir sem lengst og skapa góðar minningar.

15júní IMG 8731_NEW

Ísak og Anna Björk stýra landsliðinu af ákveðni. Kristín Helga er beint fyrir framan Ísak í landsliðsbúningnum.

Ólöf og Rut

Ólöf og Rut á fleygiferð

Vala

Vala gefur ekkert eftir á miðjunni

Soffía

Soffía varði oft ótrúlega í markinu

14júní IMG 8708_NEW

15júní IMG 8709_NEW

A-liðið

15júní IMG 8712_NEW

B-liðið

15júní IMG 8718_NEW

Glæsilegur Gróttuhópur

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Afturelding - Grótta (Þri, 08. júl)
  • Eurogym T1,2,3 (Lau, 12. júl)
  • Grótta - KF (Lau, 12. júl)
  • Símamótið 5.-7. fl. kvk (Fim, 17. júl)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir