Katrín Ómars heimsótti knattspyrnuakademíuna

Það er þjálfarinn Magnús Örn Helgason sem stýrir akademíunni en honum til aðstoðar eru þeir Bjarki Már Ólafsson og Jóhannes Hilmarsson. Öllum er velkomið að mæta og prófa en æfingar eru mánudaga-fimmtudaga frá 10:30 til 12:00. Skráning er á grotta.felog.is og í síma
Tækniæfingar í akademíunni
Birta og Vala kláriar í slaginn. Katrín bíður tilbúin með bolta.
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu viku akademíunnar ásamt Katrínu Ómarsdóttur landsliðskonu
Daði Már var krýndur þrautameistari viku 1 og fékk hann glæsilegan bol frá Errea ásamt sólgleraugum í verðlaun.
Krakkarnir í Akademíunni glugguðu í Gróttublaðið fyrir æfingu á fimmtudaginn og lásu viðtalið við Katrínu Ómars. Hún er fædd og uppalinn á Seltjarnarnesi og hóf knattspyrnuferil sinn með strákunum í Gróttu áður en hún skipti yfir í KR til að spila með stelpum. Í heimsókn sinni rifjaði Katrín upp að hún hefði oft æft á malarvellinum þar sem gervigrasið stendur nú og á "Lindó" við Lindarbraut þar sem nú er battavöllur