Gunnar Guðmundsson tekur við Gróttu

Hilmar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar handsalaði samninginn við Gunnar í kvöld og kvaðst fagna komu hans til félagsins:
"Stjórnin tók sér góðan tíma í að finna nýjan þjálfara og ég tel að við höfum vandað valið. Gunnar er með mikla og góða reynslu af þjálfun sem mun án nokkurs vafa koma félaginu til góða. Við viljum búa til meistaraflokksmenn úr ungum og efnilegum Gróttumönnum og þar mun reynsla Gunnars af þjálfun yngri landsliðanna vega þungt. Ég fagna komu Gunnars til félagsins og vona að Gróttufólk muni standa þétt við bakið á honum frá fyrsta degi"
sagði glaðbeittur formaðurinn þegar fréttastofan náði tali af honum á Gróttuvelli í kvöld.
Nýráðinn þjálfari var einnig í góðum og gír og spenntur fyrir því að taka við liðinu. "Ég mjög spenntur fyrir því að taka við Gróttuliðinu og hlakka til að byrja að vinna. Þetta er skemmtileg áskorun og framundan er hörð barátta í 1. deildinni með strákunum. Hér á Nesinu er aðstaða og umgjörð til fyrirmyndar og ég tel að hér sé hægt að byggja upp gott fótboltalið.
Gunnar skrifaði undir í vallarhúsinu í dag
Gunnar stýrði U-17 ára landsliði Íslands í 4 ár og varð meðal annars Norðurlandameistari með liðinu árið 2011