Gummi og Viggó í liði ársins í 2. deild

gummi-viggoVefsíðan vinsæla Fótbolti.net tilkynnti á dögunum val á þjálfara og leikmanni ársins í 2. deild karla ásamt því að lið ársins var opinberað. Þeir Guðmundur Marteinn Hannesson og Viggó Kristjánsson voru báðir kjörnir í lið ársins og óskar fréttastofa Gróttusport þeim til hamingju með valið. Guðmundur, sem er fyrirliði Gróttuliðsins, er í liði ársins annað árið í röð. Viggó sneri aftur til Gróttu fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Breiðablik og átti stórgott sumar og skoraði 11 mörk í 20 leikjum.

Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðabyggðar var kjörinn þjálfari ársins en hann stýrði Austfirðingum til sigurs í deildinni með nokkrum yfirburðum. Ólafur Brynjólfsson þjálfari Gróttu fékk atkvæði í kjörinu líkt og Brynjar Skúlason þjálfari Hugins. Brynjar Jónasson framherji Fjarðabyggðar var bæði valinn efnilegastur og leikmaður ársins en hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum og var markakóngur deildarinnar. 


Guðmundur Marteinn Hannesson gekk til liðs við Gróttu fyrir tímabilið 2008 og hefur miðvörðurinn sterki nú leikið 131 leik fyrir meistaraflokk. Gummi hefur borið fyrirliðabandið síðustu fjögur tímabil enda mikill leiðtogi og drengur góður. Í sumar skoraði Gummi 7 mörk í deildinni sem verður að teljast ansi góð tölfræði hjá manni sem leikur í öftustu víglínu.


Viggó Kristjánsson kom "heim" fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Breiðablik þar sem hann lék 12 leiki í Pepsi-deildinni. Fyrri hluti tímabilsins hjá Viggó var hreint magnaður og var hann kominn með 9 mörk eftir fyrstu 13 leikina. Viggó fékk atkvæði í kjörinu á leikmanni ársins í 2. deild og þykir líklegt að hann hefði hreppt hnossið ef hann hefði náð að klára tímabilið af sama krafti. 


Bæði Gummi og Viggó voru lykilmenn í liði Gróttu í sumar og eiga stóran þátt í að liðið er komið í 1. deild á ný. Gummi mun vonandi halda áfram sem hjartað í vörn Gróttu en Viggó hefur ákveðið að snúa sér að handboltaiðkun og því ólíklegt að hann muni koma við sögu í 1. deildinni næsta sumarGummi fagnar

Gummi hefur nú skorað 18 mörk í Gróttubúningnum
viggoviti

Viggó lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Gróttu sumarið 2009, þá tæplega 16 ára gamall

Undirsíður

left direction
right direction

Flýtileiðir