Jón Hafsteinn, Sturlaugur og Steindór semja við Gróttu

Nú á síðustu vikum hefur Knattspyrnudeild Gróttu samið við þrjá leikmenn meistaraflokks, þá Jón Hafstein Jóhannsson, Sturlaug Haraldsson og Steindór Odd Ellertsson. Jón Hafsteinn kemur til Gróttu frá Völsungi, Sturlaugur frá KR en Steindór hefur æft með Gróttu í rúmt ár og spilaði fimm leiki með meistaraflokki síðasta sumar.

Jón Hafsteinn Jóhannsson er 25 ára gamall sóknar- og miðjumaður, fæddur og uppalinn á Húsavík. Jón kom fyrst við sögu hjá meistaraflokki Völsungs aðeins 16 ára gamall en árið 2007 flutti hann suður og spilaði með ÍR í tvö tímabil. Með Breiðhyltingum var Jón Hafsteinn Reykjavíkurmeistari og hjálpaði liðinu að sigra 2. deildina árið 2008.
Jón sneri aftur til Völsungs sumarið 2009 en á síðasta ári var hann hluti af gríðarsterku liði Húsvíkinga sem urður Norðurlandsmeistarar, komust í úrslit í B-deildar Lengjubikarsins og náðu 3. sæti í 2. deildinni. Jón Hafsteinn hefur æft og spilað með Gróttu í vetur og býður stjórn Knattspyrnudeildar þennan útsjónarsama leikmenn velkominn í félagið.
Jón Hafsteinn skrifað undir samning við Gróttu
Sturlaugur Haraldsson verður tvítugur á árinu en þessi sóknarmaður gengur til liðs við Gróttu frá nágrönnunum í KR. Sturri er fæddur og uppalinn Seltirningur og lék með Gróttu upp í 3. flokk en skipti yfir í KR árið 2008 og lék með Vesturbæingum í 2. flokki. Hann átti erfitt uppdráttar fyrstu tvö árin, meðal annars vegna meiðsla og veikinda, en kom svo sterkur inn í KR-liðið á síðasta ári og var lykilmaður þegar liðið varð bikarmeistari nú í haust.
Þess má geta að á uppskeruhátíð Knattspyrnudeildar árið 2006 varð Sturlaugur þriðji leikmaðurinn til að hljóta Ísbjarnarbikarinn eftirsótta en með komu hans er allir sjö handhafar bikarsins leikmenn meistaraflokks Gróttu í dag. Stjórn Knattspyrnudeildar fagnar því að að fá Sturraaftur heim í Gróttu.
Sturri skrifar undir
SteindórOddur Ellertsson er 26 ára gamall og var eins ogáður sagði leikmaðurGróttu á síðasta tímabili. Steindór er uppalinn KR-ingur en skipti yfir íKV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar, þegar hann lauk 2. flokki. Þar spilaði hann 71 leik og skoraði 22 mörk og var lykilmaðurí liðinu sumarið 2009þegar KV tryggði sér sæti í 2. deild. Steindór skipti yfir í Gróttu síðasta vor en spilaði aðeins 5 leiki síðasta sumar.
Í vetur hefur þessi stóri og sterki leikmaður fengið nýtt hlutverk í hjarta varnarinnar en hann hefur yfirleitt spilað framarlega á vellinum. Þar hefur hann hreinlega blómstrað og skoraðimeðal annars glæsilegt skallamark í 3-1 sigri Gróttu á KA í fyrsta leik Lengjubikarsins. Knattspyrnudeildin er ánægð að hafa samið við þennan sterka leikmann sem mun vafalaust spila stórt hlutverk í Gróttuliðinu í sumar.

Steini skrifar undir 2

Sturri Jr. Sturlaugur með Ísbjarnarbikarinn margfræga



left direction
right direction

Flýtileiðir