Glæsilegur sigur Gróttu á Víkingi
Ekkert virðist geta stöðvað Viggó Kristjánsson og samherja hans í Gróttu í keppninni í 1. deild karla í handknattleik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Á mánudagskvöld unnu þeir Víkinga, sem eru í öðru sæti deildarinnar, á sannfærandi hátt á heimavelli, 26:24, en jafnt var í hálfleik, 13:13.
Grótta hefur þar með enn fullt hús stiga í deildinni, nú 22 stig að loknum 11 leikjum. Víkingur er í örðu sæti fjórum stigum á eftir. Fjölnir er í þriða sæti með 15 stig.
Viggó átt enn einn prýðisleikinn með Gróttu í kvöld. Hann skoraði átta mörk en Viggó hefur verið aðsópsmikill í síðustu leikjum liðsins. Eyjamaðurinn Einar Gauti Ólafsson var markahæstur hjá Víkingi í kvöld með fimm mörk ásamt Agli Björgvinssyni.
Mörk Gróttu: Viggó Kristjánsson 8, Kristján Þór Karlsson 5, Aron Valur Jóhannsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Árni Benedikt Árnason 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Hreiðar Örn Zoega 1, Þórir Jökull Finnbogason 1.
Mörk Víkings: Einar Gauti Ólafsson 5, Egill Björgvinsson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Arnar Freyr Theodórsson 3, Hjálmar Þór Arnarsson 3, Hlynur Óttarsson 2, Jóhann Bragi Hafsteinsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1.
Grótta hefur þar með enn fullt hús stiga í deildinni, nú 22 stig að loknum 11 leikjum. Víkingur er í örðu sæti fjórum stigum á eftir. Fjölnir er í þriða sæti með 15 stig.
Viggó átt enn einn prýðisleikinn með Gróttu í kvöld. Hann skoraði átta mörk en Viggó hefur verið aðsópsmikill í síðustu leikjum liðsins. Eyjamaðurinn Einar Gauti Ólafsson var markahæstur hjá Víkingi í kvöld með fimm mörk ásamt Agli Björgvinssyni.
Mörk Gróttu: Viggó Kristjánsson 8, Kristján Þór Karlsson 5, Aron Valur Jóhannsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Árni Benedikt Árnason 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Hreiðar Örn Zoega 1, Þórir Jökull Finnbogason 1.
Mörk Víkings: Einar Gauti Ólafsson 5, Egill Björgvinsson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Arnar Freyr Theodórsson 3, Hjálmar Þór Arnarsson 3, Hlynur Óttarsson 2, Jóhann Bragi Hafsteinsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1.