Gróttu liðin sigruðu um helgina

Mfl. karla fagnar eftir KR sigurUm helgina fóru fram tveir leikir í mfl. karla og mfl.kvenna. Karlaliðið hóf leik á föstudags kvöldið þegar Fjölnir kom í heimsókn, um var að ræða toppslag í 1.deild karla þar sem fyrir leikinn voru Fjölnir í þriðja sæti og Grótta í því efsta.

Gróttu liðið byrjaði mun betur og komst snemma í 7-1 forystu. Grótta hafði yfirhöndina allan leikinn og sigurinn var aldrei í hættu, leikar enduðu með 13 marka sigri eða 29-16

Viggó Kristjánsson var markahæstur í liði Gróttu með 13. mörk

Á laugardeginum léku Gróttustelpurnar svo við Val í Vodafone höll þeirra Valsmanna. Grótta sigraði þann leik örugglega með 5 marka eða 24-19.

Markahæstar í lið Gróttu voru þær Laufey Ásta og Anna Úrsúla með 5 mörk hvor.




left direction
right direction

Flýtileiðir