Grótta Sport
Gull og brons á Football Festival
Eins og við sögðum frá í grein á laugardaginn voru 4. flokkur karla og kvenna að gera það gott á Football Festival í Danmörku. Nú eru krakkarnir komnir heim og birtist hér annar hluti ferðasögunnar. Í stuttu máli sagt var ferðin frábærlega heppnuð og komu Gróttukrakkarnir heim með eitt gull og eitt brons. Þar að auki var Soffa valin besti leikmaður mótsins og hlaut sérstök verðlaun fyrir það. Það voru því hæstánægður Gróttuhópur sem lenti á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld.
Ferðasaga: Ógleymanleg ferð til Costa Blanca
Sigur og tap hjá 2. flokki
|
Gróttupæjur á Pæjumóti í Eyjum - Ferðasaga
Hvað er að frétta af 5.flokki?
|
- Dusan tekur við 4. flokki
- 7.flokkur kvenna á Selfossi
- Akureyrarferð 5.flokks kvenna
- Gróttusigur hjá 3.fl. karla í undanúrslitum


2. flokkur lék tvo leiki í þessari viku, fyrst gegn Haukum í Íslandsmótinu og nú fyrr í kvöld heimsóttu strákarnir Stjörnuna í bikarkeppninni. Frábær 3-2 sigur vannst á Haukum á mánudag þar sem Pétur Theodór Árnason skoraði tvö mörk á 17 ára afmælisdaginn. Því miður þurftu Gróttustrákarnir að lúta í lægra haldi gegn Stjörnunni, 2-0 en Grótta var betra liðið bróðurpart leiksins.
Það voru eldhressar Gróttupæjur sem stukku um borð í Herjólf síðdegis miðvikudaginn 13. júní. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja á Pæjumót þar sem rúmlega 400 fótboltastelpur í 5. flokki komu saman og spiluðu í 3 heila daga. Grótta sendi A- og B-lið til leiks sem er mikill dugnaður fyrir ekki stærri hóp en nokkur félög slepptu því að skrá A- eða B-lið. Ferðin var mikið ævintýri í frábæru veðri og er stemningin innan Gróttuhópsins umtöluð. Nánari ferðasögu má lesa hér að neðan.
Fréttastofa Gróttusport fór á stúfana á föstudaginn og heimsótti 5. flokk karla. Þar æfa um 25 strákar undir stjórn þeirra Úlfs Blandon og Jóhannesar Hilmarssonar og hefur veturinn gengið vel að þeirra sögn. Þetta er liðurinn "Hvað er að frétta?" þar sem við kíkjum á æfngu hjá flokkunum, tökum tvo iðkendur tali, ræðum við þjálfarana og tökum nokkrar myndir.






