Dregið í happdrætti meistaraflokks

grottaicelandairÍ bítið í gær héldu þeir Pétur Már Harðarson og Frans Veigar Garðarsson, leikmenn meistaraflokks Gróttu, á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík þar sem dregið var úr seldum miðum í páskahappdrætti meistaraflokks. Það var miði #235 sem hreppti fyrsta vinning sem var 50 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en lista yfir vinningsmiða má sjá hér að neðan. Nálgast má vinninga í vallarhúsinu við Gróttuvöll alla virka daga milli 14:00 og 19:00.

Nánar...

Söfnun hafin: Grótta og DHL senda föt til Afríku

Screen Shot 2014-03-24 at 12.52.28 PMSíðasta haust sendi knattspyrnudeild Gróttu búningasett til fótboltaliðs í bænum Breman Asikuma í Gana. Búningarnir hafa sannarlega komið að góðum notum síðustu mánuði en þetta framtak knattspyrnudeildarinnar vakti mikla athygli og voru margir sem höfðu áhuga á að senda takkaskó og annan fótboltabúnað til Gana. DHL hefur nú boðist til að styrkja sendingu til Breman Asikuma og hefur Grótta því efnt til söfnunar á fótboltafötum sem mun standa yfir næstu tvær vikur.

Nánar...

Glæsilegir vinningar í páskahappdrætti meistaraflokks

grottaicelandairMeistaraflokkur Gróttu heldur um páskana í æfingaferð til Berlínar og hafa strákarnir af því tilefni slegið upp happadrætti með stórglæsilegum vinningum. Fyrsti vinningur er 50.000 króna gjafabréf frá Icelandair en einnig eru í happdrættinu flottir vinningar frá Nordica Spa, O. Johnson & Kaaber og Borgarleikhúsinu svo eitthvað sé nefnt. Leikmenn meistaraflokks eru nú í óða önn við að selja miða en við hvetjum þig, lesandi góður, til að hafa samband við einhvern leikmann Gróttu ef þú hefur ekki nú þegar nælt þér í miða. Vinningaskrá má sjá hér að neðan.

Nánar...

Stelpurnar í Gróttu/KR í stuði

grottakr4flSamstarf Gróttu og KR í 11-manna bolta hjá stelpunum heldur áfram að ganga vel en 2. og 4. flokkur voru í eldlínunni í síðustu viku. Á miðvikudag tóku stelpurnar í 4. flokki á móti Fylki í A- og B-liðum á Gróttuvelli þar sem Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi í báðum liðum. Í gær hélt 2. flokkur svo upp í Mosfellssveit og sigraði Aftureldingu 3-1. Fljótlega mun 3. flokkur svo leika við Fylki en leik liðanna var frestað á dögunum.

Nánar...

Fleiri greinar...
  • Frábær frammistaða 6. flokksins á Saffran-móti FH
  • 2. flokkur Íslandsmeistari innanhúss
  • Grótta leikur um bronsið
  • Jonni, Halldór og Guðjón skrifa undir
  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • 5. flokkur kvenna í handknattleik - yngra ár 5. mót (Fös, 02. maí)
  • 5. flokkur karla í handknattleik - yngra ár 5. mót (Fös, 02. maí)
  • 6. flokkur karla í handknattleik - yngra ár 5. mót (Fös, 02. maí)
  • 6. flokkur í handknattleik - yngra ár 5. mót (Fös, 02. maí)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir