Grótta - Dalvík/Reynir á morgun

HotturhringurÁ morgun kl. 14:00 fer fram sannkallaður stórleikur í 2. deildinni þegar okkar menn fá Dalvík/Reyni í heimsókn á Gróttuvöll. Norðlendingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni á meðan okkar menn eru með 4 stig. Þar er því til mikils að vinna en með sigra getur Gróttuliðið stimplað sig inn í toppbaráttu deildarinnar. Búast má við margmenni á vellinum en fyrir leik munu yngri flokkar Gróttu fá afhenta nýja keppnisbúninga. Þá munu 7. flokkar karla og kvenna ganga inn á völlinn með leikmönnum.

Eins og áður sagði hafa Dalvíkingar farið vel af stað með Þórsarann fyrrverandi Kristján Stein Magnússon fremstan í flokki sem hefur skorað 6 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Kristján Steinn komst einmitt í heimspressuna árið 2010 þegar hann var fórnarlamb í skemmtilegum hrekk Þórsliðsins í æfingaferð í Portúgal, sjá YouTube: 

En þá að okkar mönnum sem hafa nú unnið tvo leiki í  röð, fyrst Reyni í deildinni í síðustu viku og síðan Hött í bikarkepnninni síðastliðinn fimmtudag. Þar skoruðu þeir Grímur Björn Grímsson, Pétur Theodór Árnason og Hjörvar Hermannsson mörk Gróttu í laglegum 3-1 sigri en þeir Grímur og Hjörvar voru að spila sína fyrstu leiki með Gróttu á þessu ári. Grímur ólst reyndar upp á Seltjarnarnesi og lék með Gróttu seinni part sumars 2009 þegar liðið sigraði 2. deildina.

Á morgun verða allir að fjölmenna í stúkuna og styðja Gróttumenn til sigurs á ferskum Dalvíkingum. Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum og brýnt að enginn láti sitt eftir liggja í þeim efnum. Ömmur, afar, frænkur, frændur og auðvitað yngri leikmenn Gróttu og foreldrar: ALLIR Á VÖLLINN Á ÁFRAM GRÓTTA!

grimubjorn
Grímur er genginn til liðs við Gróttu á nýjan leik
haffi-petur
Haffi og Pétur fagna marki í leiknum við Hött

 

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir