Kynningarkvöldið fer fram í kvöld

IMG 2-webÍ kvöld kl. 21:00 fer fram kynningarkvöld handknattleiksdeildar Gróttu en þá verða meistaraflokkar deildarinnar kynntir af þjálfurum liðanna. Kynningarkvöldið fer fram á Rauða Ljóninu á Eiðistorgi. Áður en þjálfarar kynna leikmannahópinn, starfsliðið, markmið vetrarins og fleira, mun stjórn deildarinnar fara yfir sitt starf. Í lokin geta gestir spurt stjórn og þjálfara spjörunum úr um hin ýmsu mál sem snúa að Gróttu. Allir eru velkomnir !

Nánar...

Kristján Karlsson semur við Gróttu

Kristjan Karlsson minniKristján Þór Karlsson hefur skrifað undir samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Kristján er örvhentur hornamaður og kom á láni til Gróttu frá Val seinni hluta síðasta tímabils. Kristján er 29 ára gamall og skoraði 12 mörk fyrir Gróttuliðið þessa fáu leiki í vor. Kristján Karlsson er hæfileikaríkur leikmaður með mikla skottækni og mikla reynslu.

Nánar...

Anna Katrín inn í úrtakshópinn

Anna KatrinVið sögðum frá því á dögunum að valinn hefði verið úrtakshópur stúlkna U16 ára sem æfði í Laugardalshöllinni helgina 6. - 8.september. Grótta átti upphaflega fjóra fulltrúa, það voru þær Elín Helga Lárusdóttir, Eva Kolbrún Kolbeins, Guðfinna Kristín Björnsdóttir og Lovísa Thompson. Þegar stutt var í æfingarnar ákváðu landsliðsþjálfararnir að velja Önnu Katrínu Stefánsdóttur einnig í hópinn eftir að hafa fylgst með glæsilegri frammistöðu hennar á Fylkir Cup, æfingamóti sem fór fram í lok ágúst. Við óskum Önnu Katrínu hjartanlega til hamingju með valið.

Nánar...

Íslandsmótið mun heita Olís-deildin

Olisdeildin-logoEftir farsælt sex ára samstarf N1 og HSÍ um N1-deildina í handbolta, hefur HSÍ og Olís ákveðið að ráðast í samstarf. Samningurinn felur í sér við Olís um að Olís verði aðalstyrktaraðili í úrvalsdeildum karla og kvenna í Íslandsmótinu í handbolta næstu þrjú árin. Efstu deildirnar munu því heita Olís-deildin. Kvennalið Gróttu mun því leika í Olís-deildinni næstu árin.

Nánar...

Fleiri greinar...
  • Kynningarkvöld meistaraflokka á mánudaginn
  • Grótta leikur í Asics skóm
  • Tap í lokaleik í vítakeppni
  • Grótta í öðru sæti á Subway-mótinu
  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir