Hannes til Kína?

hannes2Markvörðurinn Hannes Grimm æfði um síðustu helgi með U-15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem undirbýr sig nú fyrir forkeppni Ólympíuleika æskunnar í Kína næsta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland fær boð um að taka þátt í keppninni en síðustu ár hefur þessi aldurshópur ekki skipað eiginlegt landslið. Hannes er 14 ára og hefur farið á kostum í marki 4. flokks Gróttu í sumar og berst nú við þrjá aðra markverði um sæti í hópnum sem fer til Sviss í næsta mánuði.

Nánar...

Annað silfur hjá 4. flokki kvenna

heba-bertaUm síðustu helgi léku stelpurnar í 4. flokki í úrslitakeppni Íslandsmótsins í 7-manna bolta sem haldin var á Álftanesi. Leikið var við heimastúlkur, Dalvík og BÍ/Bolungarvík. Grótta byrjaði á því að vinna Álftanes örugglega en tapaði svo fyrir Dalvík þar sem Soffu var vikið ósanngjarnt af velli í fyrri hálfleik. Gróttustúlkur enduðu svo á því að leggja BÍ/Bolungarvík að velli en það dugði skammt þar sem Dalvík vann alla sína leiki og hampaði því bikarnum að móti loknu.

Nánar...

A-lið 5. flokks deildarmeistari

5.fl.fagnarA-liðs 5. flokks karla tryggði sér í gær sigur í C-riðli Íslandsmótsins og þar með sæti í B-riðli að ári og þátttökurétt í úrslitakeppni mótsins. Á föstudaginn léku strákarnir hreinan úrslitaleik við Njarðvíkinga sem vannst glæsilega 2-1. Toppsætið var svo tryggt með sigri á Fjölni í gær og endar Grótta því með átta sigra og eitt tap í C-riðlinum. B-lið Gróttu endaði í 4. sæti riðilsins og C-liðið í því 3. en öll þrjú liðin voru í séns fyrir leikina við Njarðvík á föstudaginn.

Nánar...

Laugarvatnsfarar í viðtali

IMG 8757Á hverju ári heldur KSÍ svokölluð úrtökumót fyrir krakka á yngra ári í 3. flokki þar sem æft er heila helgi við bestu aðstæður undir stjórn landsliðsþjálfara á Laugarvatni. Þetta sumarið átti Grótta þrjá fulltrúa á úrtökumóti drengja og þá var Guðfinna Kristín Björnsdóttir fyrsta Gróttustelpan til að komast á úrtökumót KSÍ. Frétastofa Gróttusport hitti fjórmenningana á Gróttuvelli í dag og fékk að heyra sögur úr ferðunum sem voru "geðveikar" að sögn krakkanna.

Nánar...

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir