Um fimleikadeildina

Fimleikadeild Gróttu býður upp á fimleika sem afreksíþrótt, en einnig er lögð áhersla á að koma á móts við almenna iðkendur sem geti þannig æft fimleika eftir getu og áhuga. Í fimleikadeildinni eru í boði áhaldafimleika fyrir stelpur og stráka frá þriggja ára aldri, hópfimleikar fyrir stúlkur og nú einnig fimleikar fyrir fullorðna.

Að jafnaði eru rúmlega 400 iðkendur í deildinni. Fimleikar eru ein besta alhliða líkamsþjálfun sem býðst, þar sem saman fara samhæfing hreyfinga, liðleiki og snerpa. Mæla má með því að öll börn æfi fimleika sem góðan undirbúning fyrir aðrar íþróttir.

Fyrirspurnir má senda á netfang fimleikadeildar: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Formaður fimleikadeildarinnar er Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir

Yfirþjálfarar deildarinnar eru:


Ezster Horvath og Gabor Kiss eru yfirþjálfarar keppnishópa 

Sesselja Järvelä  er yfirþjálfarai og framkvæmdastjóri fimleikadeildar Gróttu

Sími á skrifstofutíma er 561 1137


Formenn fimleikadeildarinnar frá upphafi:
Hildigunnur Gunnarsdóttir
Guðrún Vilhjálmsdóttir
Margrét Einarsdóttir
Þuríður Halldórsdóttir
Margrét Einarsdóttir
Gunnar Lúðvíksson
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Margrét Pétursdóttir
Jórunn Þóra Sigurðardóttir
Friðrika Harðardóttir
Ásta Sigvaldadóttir
Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir