Sumarhátíð: Afhending á nýjum keppnisbúningum knattspyrnudeildar Gróttu

IMG 2331Þá er komið að því. Laugardaginn 1. júní verða nýir keppnisbúningar knattspyrnudeildar Gróttu afhentir til allra skráðra iðkenda knattspyrnudeildarinnar. Að þessu tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag á Gróttuvellinum og fagna komandi fótboltasumri. Það er búið að panta góða veðrið og því ráð að fjölmenna á völlinn. Sjá nánar dagskrá hér fyrir neðan.

Dagskrá:

kl. 12:00

Afhending búninga hefst og liðsmyndataka fyrir 3. til 8. flokks

kl. 12:30

Gróttugrillið margrómaða opnar sem og önnur veitingasala. Hádegishressing á góðu verði fyrir alla fjölskylduna

kl. 14:00

Öllum gestum sumarhátiðar Gróttu er boðið á leik Gróttu gegn Dalvík/Reyni í mfl. karla.

Skorum að alla að mæta og upplifa skemmtilega stemmingu á heimavelli okkar liðs.

Áfram Grótta

IMG 2331

Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Anna Linda Pálsdóttir sýna hér nýju keppnisbúninga knattspyrnudeildar Gróttu

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir