Allir á völlinn á laugardaginn kl. 14:00

sidasti heimaleikur grottuEf það er ekki allsherjar útkall fyrir næsta laugardag, þá er það aldrei ! Við hvetjum alla til að sýna það í verki að við styðjum við bakið á meistaraflokki karla og komum á síðasta heimaleik Gróttu sem hefst kl 14.00. Gróttugrillið verður heitt og gómsætir hamborgarar til sölu frá kl. 13:00. Grótta á enn möguleika á að tryggja sér sæti í 2. deild en til þess þarf leikur laugardagsins við Hött að vinnast. 

Nánar...

Valhúsahæðin undirbúin fyrir næsta sumar

IMAG1197Á laugardaginn var nýlagður grasvöllurinn á Valhúsahæð undirbúinn undir veturinn en leikmenn í 2., 3. og meistaraflokki tóku til hendinni og unnu gott verk. Grasið var lagt á völlinn um mitt sumar en á laugardag var settur sandur með grasfræum í allar rifur til að völlurinn grói vel saman. Vonandi verður Valhúsahæðin iðagrænn og til í slaginn næsta sumar svo að iðkendur Gróttu geti loksins æft á grasi yfir sumartímann.

Nánar...

Hannes til Kína?

hannes2Markvörðurinn Hannes Grimm æfði um síðustu helgi með U-15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem undirbýr sig nú fyrir forkeppni Ólympíuleika æskunnar í Kína næsta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland fær boð um að taka þátt í keppninni en síðustu ár hefur þessi aldurshópur ekki skipað eiginlegt landslið. Hannes er 14 ára og hefur farið á kostum í marki 4. flokks Gróttu í sumar og berst nú við þrjá aðra markverði um sæti í hópnum sem fer til Sviss í næsta mánuði.

Nánar...

Frábær ferð í Mosfellsbæinn

joivshottur20. umferð 2. deildarinnar fór fram í gær þegar okkar menn sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og ljóst að bæði lið léku til sigurs. Jens Elvar Sævarsson kom Gróttu yfir á 21. mínútu með þrumufleyg af 30 metra færi og var staðan 1-0 í leikhléi. Aftureldingu tókst að jafna metin á 73. mínútu og sóttu án afláts í kjölfarið. Það voru hins vegar Gróttumenn sem skoruðu sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok þegar Jóhannes Hilmarsson valdi hárrétt augnablik til að skora sitt fyrsta mark fyrir Gróttu.

Nánar...

Fleiri greinar...
  • Afturelding - Grótta í kvöld
  • Annað silfur hjá 4. flokki kvenna
  • Glæsimörk á Gróttuvelli
  • Grótta - Ægir á morgun
  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir