Fjörugar vikur í handboltaskólanum

Mynd 1Dagana 6. - 23.ágúst fór fram hinn árlegi handboltaskóli Gróttu. Skólinn var í boði fyrir krakka á aldrinum 6 - 11 ára en einnig var boðið upp á sérstakan afreksskóla fyrir krakka á aldrinum 12 - 15 ára. Metþátttaka var í skólanum í ár en 142 krakkar sóttu skólann og höfðu gagn og gaman af. Skipt var í þrjá hópa eftir aldri og fengu þannig allir verkefni við hæfi og getu. Byrjendur voru sérstaklega boðnir velkomnir í skólann að þessu sinni.

Nánar...

Handboltinn fer af stað

5.flokkur karla yngriÍ þessari viku hefjast æfingar allra yngri flokka Gróttu eftir langt sumarfrí. Búið er að ráða þjálfara á alla flokka og má sjá þá hérna á heimasíðunni ásamt æfingatölfu vetrarins. Allar æfingar deildarinnar fara ýmist fram í stóra, litla eða í lyftingarsalnum í íþróttahúsinu. Fjöldi krakka mættu í dag og á þeim eftir að fjölga næstu daga og vikur. Öllum er frjálst að mæta á handboltaæfingar, hvort sem viðkomandi hefur æft áður eða ekki. Það kostar ekkert að prófa.

Nánar...

Jóhann Kaldal og Lovísa í Handboltaskóla Kiel

Lovisa og Joi KDagana 21. - 28.júlí síðastliðinn upplifðu Jóhann Kaldal Jóhannsson og Lovísa Thompson draumaferðina sína en þá fóru þau í Handboltaskóla Kiel sem haldinn var í Þýskalandi. Fljótt var uppselt í skólann en Jóhann Kaldal og Lovísa fengu ferðina í fermingargjöf. Skólinn er alíslenskur og fóru 52 unglingar með brennandi áhuga á handbolta í ferðina.

Nánar...

Skráning hafin í handboltann í vetur

4.fl. karla yngri fagnarNúna er skráning í vetrarstarf handknattleiksdeildarinnar hafin en hún fer í gegnum skráningar -og greiðslukerfi Gróttu, Nóra (http://grotta.felog.is). Æfingar 2.flokks, 3.flokks og 4.flokks karla og kvenna hófust í seinustu viku en æfingar 5.flokks, 6.flokks, 7.flokks og 8.flokks karla og kvenna hefjast ekki fyrr en um leið og skólinn. Eins og áður er veittur 10% staðgreiðsluafsláttur sem og 10% systkinaafsláttur af iðkendagjöldum.

Nánar...

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir