Skráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2013 - 2014 er hafin

skraningSkráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2 hófst fimmtudaginn 1. ágúst á heimasíðu Gróttu ( https://grotta.felog.is/). Skráningu lýkur fimmtudaginn 22. ágúst og hefst þá vinna við að raða í hópa. Dagana 28.-30. ágúst verða sendir út tölvupóstar til forráðamanna þar sem að upplýsingar um æfingatíma og þjálfara koma fram. Hjá iðkendum 7 ára og eldri er gengið frá iðkendagjöldum þegar þessar upplýsingar liggja fyrir.  Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 2. september.

Nánar...

Góður árangur Gróttufólks á fimleikamóti í Hollandi

deventer 1Gróttu stelpurnar stóðu sig vel á Fame Svod Open, alþjóðlegu áhaldafimleikamóti sem að er haldið árlega í bænum Deventer í Hollandi. Grótta sendi átta keppendur á mótið, en alls tóku um tvöhundruð keppendur frá 12 löndum (Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Íslandi, Jórdaníu, Luxemborg, Noregi, Spáni, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi) þátt í mótinu að þessu sinni.

Nánar...

Gróttustúlkur keppa á Fame Svod í Hollandi

Fame 1Síðustu helgina í júní fer fram alþjóðlega fimleikamótið Fame Svod Open í Hollandi, mótið er haldið árlega í bænum Deventer. Stúlkurnar okkar í Gróttu keppa á mótinu, ásamt keppendum frá 11 öðrum löndum. Aníta María Einarsdóttir og Dominiqua Alma Belányi keppa í fullorðinsflokki og Arndís Ásbjörnsdóttir, Elín Birna Hallgrímsdóttir, Grethe María Björnsdóttir, Hrund Guðmundsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir og Selma Eir Hilmarsdóttir keppa í unglingaflokki.

Nánar...

Domino keppi á 27. Sumarháskólaleikunum í Kazan

kep1Keppnistímabilinu lýkur ekki hjá Domino í Hollandi, því um leið og Fame Svod Open er lokið flýgur hún ásamt þjálfara sínum Gábor Kiss til Kazan í Rússlandi. Þar fara fram 27. Sumarháskólaleikarnir (Summer Universiade) dagana 6.-17. júlí og er Domino fyrsti Íslendingurinn sem að keppir í fimleikum á þessu stórmóti. Domino keppir í fjölþraut þann 6. júlí, en fyrir mótið er fjöldi æfinga og podium æfing.

Nánar...

Fleiri greinar...
  • Innanfélagsmót fimleikadeildar Gróttu
  • Dominiqua Alma Belányi kom heim frá Luxemborg með fjögur gull og eitt brons
  • Nanna valin í landsliðið fyrir Norðurlandamót unglinga
  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir