Grótta í öðru sæti á Subway-mótinu

Unnur Omars a SubwayUm helgina fór fram Subway-mótið fram í meistaraflokki kvenna. Mótið er undirbúningsmót fyrir íslandsmótið sem hefst 21.september næstkomandi. Mótið var haldið á Nesinu í Hertz-höllinni og tóku fjögur lið þátt; Grótta, Fram, HK og Fylkir. Það voru Íslandsmeistararnir í Fram sem enduðu uppi sem sigurvegarar á mótinu eftir að hafa unnið alla sína leiki. Grótta endaði í öðru sæti, HK í því þriðja og rak Fylkir lestina í fjórða sæti. Seinasta umferðin var leikin í dag.

Nánar...

Subway-mótið hefst á morgun

subway-logoSubway-mót kvenna hefst á morgun, fimmtudag. Mótið fer fram hérna á Nesinu í Hertz-höllinni. Fjögur lið taka þátt; Grótta, Fram, HK og Fylkir. Leikið er á fimmtudag, föstudag og laugardag og fer mótið þannig fram að allir leika gegn öllum. Leiknir er 2 x 30 mínútna langir leikir og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem hlýtur flest stig. Fólk er hvatt til þess að mæta á leikina og fylgjast með liðunum í lokaundirbúningi sínum fyrir úrvalsdeildina sem hefst 21.september.

Nánar...

Æfingaferðin á enda

Grótta í Gladsaxe-1Eins og áður hefur komið fram er kvennalið Gróttu í handboltanum í æfingaferð í Danmörku. Á föstudaginn lék liðið æfingaleik en þurfti að bíða lægti hlut gegn gríðarsterku Sönderjyske-liði. Á laugardaginn æfði liðið um morguninn og lék síðan annan æfingaleik gegn liðinu seinna um daginn. Að þessu inni voru það unglingaflokkslið félagsins andstæðingarnir en það varð Danmerkurmiestarar í vor. Allir leikmenn Gróttu komu við sögu í leiknum sem var jafn og spennandi.

Nánar...

Tap gegn Sönderjyske í æfingaleik

aefingaleikur gegn SonderjyskeNú fyrr í kvöld lék Grótta æfingaleik gegn danska úrvalsdeildarliðinu Sönderyske en Gróttuliðið er einmitt í æfinga - og keppnisferð í Danmörku um helgina. Þetta er fyrsti æfingaleikur Gróttu á undirbúningstímabilinu og voru andstæðingarnir sterkt úrvalsdeildarlið frá Danmörku. Sönderjyske endaði um miðja dönsku deildina í fyrra en Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari Íslands og fyrrum þjalfari Gróttu þjálfar nú liðið.

Nánar...

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • KV - Grótta, 2. deild karla í knattspyrnu (Lau, 21. sep)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir