Frábær endir hjá stelpunum í 3. flokki

hildur-soffaStelpurnar í 3. flokki Gróttu/KR luku leik á Íslandsmótinu í síðustu viku þegar Selfoss-stelpur komu í heimsókn á Gróttuvöll. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu stelpurnar í gírinn og sigruðu að lokum 2-0 í einum flottasta leik tímabilsins. Fyrr í vikunni fóru stelpurnar til Grindavíkur og sigruðu 4-2 og enduðu því gott tímabil á tveimur sigrum.

Nánar...

3. flokkur í bullandi séns

3. flokkur bikarfagnÞað hefur allt verið undir í síðustu tveimur leikjum 3. flokks karla. Í síðustu viku sóttu Gróttustrákarnir sameinað lið Selfoss, Hamars, Ægis heim í Þorlákshöfn þar sem 1-0 sigur vannst með marki á lokaandartökum leiksins. Í gær kom Breiðablik2 í heimsókn og þar átti Gróttuliðið sinn besta leik á tímabilinu. Spilið var til algjörrar fyrirmyndar og á 10 mínútna kafla í seinni hálfleik setti Grótta 3 mörk á Blikana. Lokatölur 3-2 og Grótta í 2. sæti riðilsins þegar einum leik er ólokið.

Nánar...

6. flokkur í stuði á Símamótinu

bikarhampad copy6. flokkur Gróttu tefldi fram tveimur liðum á Símamótinu sem haldið var hátíðlegt í Kópavogi í lok júlí. Mótið, sem var nú haldið 30. árið í röð, er eitt stærsta fótboltamót landsins en þar leika stelpur í 5., 6. og 7. flokki heila helgi og öll helstu félög landsins mæta til leiks. Gróttustelpurnar stóðu sig með stakri prýði og fór Grótta1 heim með bikar eftir frækna frammistöðu seinni hluta mótsins. Stelpurnar í Gróttu2 áttu einnig flotta spretti og unnu meðal annars KA-stúlkur í æsilegri framlengingu í lokaleiknum.

Nánar...

Grótta á siglingu - toppslagur í vændum

gummicaptainÞað er óhætt að segja að Gróttuliðið sé á góðu róli en liðið hefur nú unnið 5 leiki í röð og er með markatöluna 20-7. Á föstudaginn fer svo fram sannkallaður toppslagur þegar ÍR-ingar verða sóttir heim í Breiðholtið en þeir eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar og geta með sigri blandað sér í toppbaráttuna. Leikurinn hefst kl. 19:00 og hvetjum við allt Gróttufólk til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana til sigurs.

Nánar...

Fleiri greinar...
  • Óskilamunir á Gróttuvelli
  • 2. flokkur á beinu brautinni
  • Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka
  • 6. flokkur kvenna á Símamótinu
left direction
right direction

Flýtileiðir