Meistaraflokkur karla vann góðan sigur á Akureyri í kvöld, 20-21. Fyrir neðan eru fréttir og umfjöllun frá leiknum:

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri – Grótta 20-21 | Akureyri enn án stiga – Visir.is

Gunnar: Við erum að pússla þessu saman (úr frétt frá visir.is)
„Ég er gríðarlega sáttur með sigur og fannst við spila frábæran varnaleik, þeir áttu erfitt með að skora og Lárus var frábær fyrir aftan vörnina. Við vorum að vinna þetta fyrst og fremst á frábærum varnarleik og góðri markvörslu,” sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, hæst ánægður eftir sigur sinna manna í kvöld.

„Við erum að pússla þessu saman. Höfum verið í miklum meiðslum og vantað í mannskapinn. Við höfum aldrei getað hafa verið með fullt lið svo við erum svolítið í startblokkunum svo við vitum ekki hvar við erum en við ætlum okkur að vera drullu góðir þegar við komumst á skrið,”

“Þetta er mjög gott fyrir okkur og gefur okkur sjálfstraust. Við erum með nýtt lið og erum að pússla þessum saman, við verðum bara betri. Leikurinn fór frekar rólega af stað og náði í raun aldrei einhverju almennilegu flugi. Það var mikill hraði í leiknum og bæði lið voru með ágætis varnarleik mest allan leikinn en það var sóknarleikur beggja liða sem var hvað mest ábótavant hér í kvöld.

akureyri_grotta_15sept_visir-is

Aðrar fréttir:

Leikurinn var sýndur beint á Youtube rás Akureyrar – hægt að skoða upptökuna hér

Næsti leikur Gróttu er útileikur hjá stelpunum á Selfossi laugardaginn 17. september kl. 16.