Posts tagged with: Grótta

Anett Köbli hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár. Hún verður því í herbúðum Grótta á næsta tímabili og eru það mikil gleðitíðindi. Anett Köbli er 38 ára gömul en nýttist Gróttuliðinu gríðarlega mikið á seinustu leiktíð...
Handboltaparið Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Finnur Ingi Stefánsson hafa skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Það þarf vart að nefna hversu mikilvæg Anna Úrsúla er kvennaliði Gróttu enda hefur verið einn albesti leikmaður landsins undanfarin ár og var...
Þessa dagana fer fram Handboltaskóli Gróttu og Hertz en hann hefur farið fram undanfarin ár við góðan orðstír. Mikil og góð þátttaka er í skólanum þetta árið en núna er vika 2 tæplega hálfnuð og eru þátttakendur 105 talsins þessa...
Daði Laxdal Gautason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Daði er 21 árs gamall og leikur sem skytta. Hann er uppalinn Gróttumaður og lék með öllum yngri flokkum félagsins þar til hann skipti yfir í Val árið...
Guðmundur Árni Sigfússon verður áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu á næstu leiktíð. Mummi var Kára Garðarssyni stoð og stytta með kvennaliðið í fyrra en þá vann liðið þrefalt; urðu deildarmeistarar, bikarmeistarar og Íslandsmeistarar. Auk þess verður Mummi í þjálfarateymi...
Nú á dögunum fór fram uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar Gróttu. Mikill fjöldi hefur stundað handbolta á vegum félagsins í vetur og hefur iðkendum fjölgað umtalsvert á milli ára. Hér að neðan má sjá lista yfir þá iðkendur sem fengu viðurkenningar...
Aron Dagur Pálsson og Þorgeir Bjarki Davíðsson hafa framlengt samninga sína við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Báðir eru þeir uppaldnir Gróttumenn, koma úr hinum öfluga ’96 árgangi félagsins og léku veigamikið hlutverk með meistaraflokki félagsins sl. vetur, þrátt fyrir...
Agla Marta Stefánsdóttir hefur verið ráðin þjálfari 7. og 8. flokks kvenna á næstkomandi keppnistímabili. Hún kemur ný inn í þjálfarateymi Gróttu en hefur nokkra reynslu af þjálfun yngri flokka auk þess sem hún lék handbolta með Gróttu um árabil....
Þráinn Orri Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari 6.flokks kvenna á næsta keppnistímabili. Þráinn er mikill Gróttumaður en hann er leikmaður meistaraflokks karla. Þráinn hefur áður komið að þjálfun hjá Gróttu en hann var í þjálfarteymi 5.flokks kvenna og 6.flokks karla...
Lárus Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari 6. flokks karla nk. keppnistímabil. Lárus þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki en hann leikur einmitt með meistaraflokksliði Gróttu sem undirbýr sig af krafti fyrir átökin í Olís deild karla næsta vetur. Lárus sá...