Fimleikaskóli Gróttu

Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2008-2011) í sumar. Boðið verður upp á heilan dag í júní og ágúst og hálfan dag í júlí.

Heilsdagsnámskeiðin verða frá kl. 09:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn.

Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.

Hálfsdagsnámskeiðin verða frá kl. 09:00 – 12:00. Boðið verður upp á gæslu kl. 08:30 – 09:00 og 12:00 – 12:30.

Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.

Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir, íþróttafræðingur og þjálfari fimleikadeildarinnar.

Námskeiðin eru sem hér segir.

12. -16. júní.

19. – 23. júní.

3. – 7. júlí.

10. – 14. júlí.

8. – 11. ágúst. (4 dagar)

14. – 18. ágúst.

Heill dagur (09:00 – 16:00) kr. 16.000.

Fyrir hádegi (09:00 – 12:00) kr. 11.250.

Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Skráning hefst mánudaginn 24. apríl og fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/.

Ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.

Handboltaskóli Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu verður, líkt og síðustu ár með öflugt sumarstarf fyrir börn og unglinga. Í sumar verður boðið upp á handboltaaskóla í þrjár vikur, þ.e. frá 1. – 18. ágúst.

Í handboltaskólanum verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa.

Vandað verður til verka við val á þjálfurum og leiðbeinendum við skólann, líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sem koma að þjálfuninni eru leikmenn og þjálfarar handknattleiksdeildar. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir á þessi námskeið.

Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00.

Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 18. ágúst.

Verð:

Vika 1 – kr. 4.800  (1. – 4. ágúst)

Vika 2 – kr. 4.800  (8. – 11. ágúst)

Vika 3 – kr. 6.000  (14. – 18. ágúst)

Ef allar vikur eru teknar kostar það kr. 14.000

Afreksskóli handknattleiksdeildar Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu verður einnig með sérstakan afreksskóla en hann er starfræktur frá, 1. – 18.ágúst fyrir iðkendur sem verða í 5. og 4.flokki næsta vetur (f. 2002-2005). Æfingar fara fram á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 12:30- 14:00. Í afreksskólanum verður að miklu leyti farið í flóknari tækniatriði en í handboltaskólanum og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi.

Verð:

Vika 1  – kr. 3.750  (1.- 4. ágúst)

Vika 2 –  kr. 3.750  (8.-11. ágúst)

Vika 3 –  kr. 5.000  (14. – 18. ágúst)

Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 11.000 kr

Afreksskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur fimmtudaginn 17.ágúst.

Innritun fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/

Knattspyrnuskóli Gróttu – fyrir krakka fædd 2007 til 2011

Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti. Knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár.

Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á Vivaldivellinum við Suðurströnd frá 09:00 – 12:00 alla virka daga frá skólalokum til verslunarmannahelgar. Tekið er á móti börnunum frá 08:00 og verða börn fædd 2011 sótt í leikskólann og þeim fylgt til baka að námskeiði loknu.

Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Pétur Már Harðarson íþróttafræðingur og þjálfari hjá Gróttu og honum til halds og trausts verða þjálfararnir Arnar Þór Axelsson, Björn Valdimarsson og Pétur Rögnvaldsson. Lögð verður áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar og verður ýmislegt til gamans gert á öllum námskeiðunum.

Námskeið 1   7. júní – 23. júní   kr. 10.500

Námskeið 2   26. júní – 7. júlí    kr. 7.700

Námskeið 3   10. júlí – 21. júlí   kr. 7.700

Námskeið 4    24. júlí – 4. ágúst kr. 7.700

Systkinaafsláttur er 10%

Athugið! Líkt og árið 2015 verða æfingar hjá 7. flokki beint á eftir knattspyrnuskólanum eða kl. 12:00. Krakkar sem eru á leikjanámskeiði eftir hádegi munu að sjálfsögðu fá að fara fyrr af æfingunni.

Innritun fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/

Knattspyrnuakademía Gróttu – fyrir krakka fædd 2003 til 2006

Knattspyrnuakademían sívinsæla verður á sínum stað í sumar. Akademían er fyrir krakka í 4. og 5. flokki en æfingar eru haldnar þrisvar sinnum í viku frá 10:30 til 12:00. Æfingarnar verða fjölbreyttar og að mörgu leyti öðruvísi en hefðbundnar fótboltaæfingar en meðal annars verður farið í tækni, leikfræði og ýmsar keppnir. Þá má búast við góðum gestum úr fótboltaheiminum en landsliðsmenn- og konur hafa komið í heimsókn í akademíuna síðustu þrjú ár!

Æft verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Verð fyrir allar 6 vikurnar er 16.000 kr. en einstök vika kostar 3.300 kr.

Fyrsta vikan er 12.-15. júní og sú síðasta 17-20. júlí

Systkinafsláttur er 10%.
Innritun fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/