Posts filed under: Almennt

Á dögunum færðu nokkrir ungir Gróttumenn félaginu styrk að fjárhæð ein milljón króna. Það var Lífsnautnafélagið Leifur sem færði félaginu þetta fjármagn en hópurinn samanstendur að mestu af drengjum af Seltjarnarnesi sem stunduðu íþróttir í Gróttu á árum áður. Þetta...
Íþróttafélagið Grótta fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað þann 24. apríl árið 1967. Í tilefni af því munu meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og knattspyrnu leika í hvítum afmælisbúningum en fyrstu keppnisbúningar Gróttu...
Á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu en hann gildir til loka árs 2019. Með nýjum samningi hækka fjárframlög til Gróttu um rúmar 15 milljónir. Meginmarkmið samningsins er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Við...
Síðastliðið mánudagskvöld hélt Dr. Viðar Halldórsson frææðsluerindi fyrir þjálfara allra deilda hjá Gróttu. Erindið fjallaði um mikilvægi þess að styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Viðar kynnti um leið verkefnið „Sýnum karakter“ sem er átaksverkefni um...
Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu...
Hið árlega þorrablót Gróttu verður haldið félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 28. janúar næstkomandi. Frábær mæting hefur verið á þorrablótið undanfarin ár og til marks um það hefur verið uppselt á blótið síðastliðin þrjú ár. Miðasala hefst þegar nær dregur en fólki er bent...
Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudagskvöld voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins og tveir silfurmerki Gróttu. Eftirtaldir fengu bronsmerki: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir,...
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir var í gærkvöldi valin íþróttamaður Gróttu við hátíðlega athöfn. Við sama tilefni var handboltakonan Anna Katrín Stefánsdóttir útnefnd íþróttamaður æskunnar. Fanny hefur átt stórkorstlegt ár. Hún byrjaði árið á því að bæta Íslands- og Norðurlandamet í -63...
Íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu var kjörinn í gærkvöldi og var handboltakonan Anna Katrín Stefánsdóttir fyrir valinu. Anna Katrín Stefánsdóttir er 18 ára gömul og hefur stundað handknattleik frá 8 ára aldri. Hún flutti á Seltjarnarnesið haustið 2012 eftir nokkurra ára...
Íþróttafélagið Grótta óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu. Árið 2016 verður spennandi fyrir Gróttufólk en á árinu verður Grótta 50 ára. Unnið er að spennandi afmælisdagskrá og ýmsum viðburðum í...