Á morgun, laugardag heimsækja karla- og kvennalið Gróttu Mýrina í Garðabæ og leika þar gegn heimamönnum í Stjörnunni. Kvennalðið ríður á vaðið kl. 14.00 en stelpurnar unnu flottan sigur á Selfyssingum síðastliðinn laugardag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV fyrir þá Gróttumenn sem ekki komast á leikinn.

Leikur strákanna hefst kl. 16.00 en drengirnir hafa byrjað veturinn frábærlega. Í augnablikinu er liðið í efsta sæti deildarinnar eftir sigur í fyrstu þremur leikjum deildarinnar.

Áhorfendur eru hvattir til að mæta á leikina og styðja liðin til sigurs.