Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Ási er hávaxinn miðvörður og sterkur í loftinu og góð viðbót við leikmannahóp meistaraflokks karla. Við bjóðum hann velkominn!